Um Burkna

Blómabúðin Burkni var stofnuð 10. nóvember 1962 af hjónunum Sigrúnu Þorleifsdóttur og Gísla Jóni Egilssyni.

Eftirfarandi texti birtist í Fjarðarpóstinum á 50 ára afmæli Burkna árið 2012: „Sigrún, eða Dúna, eins og hún er alltaf kölluð hafði lengi búið til blóm úr kreppappír og þegar Gísli Jón þurfti að hætta á sjónum vegna heilsubrests ákváðu þau að opna blómabúðina. Það má því segja að þessi pappírsblóm hafi orðið kveikjan að Blómabúðinni Burkna. Til að byrja með var verslunin til húsa að Strandgötu 35 en flutti svo á Linnetstíg 3 árið 1968 þar sem hún er enn. Dúna var að vissu leyti frumkvöðull á sínu sviði. Til að mynda voru þau hjónin með þeim fyrstu hér í bæ til að lýsa upp göturnar og búðargluggana með jólaljósum. Fólk kom úr Reykjavík til að skoða gluggaskreytingarnar og til að kaupa varning sem var sjaldséður á þeim tíma. Þau voru óhrædd við að taka áhættu og fluttu inn heilu farmana af gjafavörum sem fylltu búðina en oftar en ekki tæmdust hillur búðarinnar í lok dags. En það komu líka erfiðir tímar í rekstrinum sem þeim tókst að sigrast á með útsjónarsemi og þrautseigju. Gísli Jón lést árið 1978, þá 56 ára gamall en Dúna hélt fyrirtækjarekstrinum áfram þar til árið 1996 þegar Gyða, dóttir þeirra hjóna keypti búðina.“

Meira...